Samkvæmt Mundo Deportivo á Spáni er það til skoðunar hjá Xavi að hætta við að hætta með Barcelona. Hefur hann tjáð félaginu það.
Frá því að Xavi ákvað að hætta með Barcelona í upphafi árs hefur liðið ekki tapað leik.
Xavi er hins vegar með kröfur á forráðamenn Barcelona ef hann á að halda áfram störfum með uppeldisfélag sitt.
Þannig gerir hann kröfu um að engir lykilmenn verði seldir í sumar, félagið vantar að selja leikmenn til að fá inn fjármuni en Xavi vill ekki sjá lykilmenn fara.
Hin krafan er að Barcelona styri hópinn í sumar og hafa þrír verið nefndir til sögunnar en má þar nefna Martin Zubimendi, Joshua Kimmich, og Bernardo Silva.
Xavi og félagar eru í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem liðið vann sigur á PSG í fyrri leiknum.