fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

„Það var mjög erfitt að horfa upp á ungan mann í dauðastríði“

Fókus
Föstudaginn 12. apríl 2024 13:30

Stefán Karl Stefánsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir voru gift í sextán ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og forsetaframbjóðandi, er nýjasti gestur Götustráka á streymisveitunni Brotkast.

Í þættinum ræðir hún um erfiða lífsreynslu þegar hún missti eiginmann sinn, leikarann Stefán Karl Stefánsson, árið 2018. Þau voru gift í sextán ár og eignuðust saman fjögur börn.

„Ég missti manninn minn ungan, hann var rétt 43 ára þegar hann lést eftir erfið veikindi í tvö ár. Það var mjög erfitt að horfa upp á ungan mann í dauðastríði. Mann sem var ótrúlega atorkusamur og vildi koma mörgu í verk og vildi láta gott af sér leiða,“ segir Steinunn Ólína.

„Þegar við byrjuðum að vera saman […] sagði hann alltaf við mig: „Steina, ég á eftir að deyja ungur.“ Og ég varð alltaf svolítið reið þegar hann sagði þetta, því mér fannst þetta ónotalegt. En svo eftir á hyggja þá var eins og hann vissi þetta og þess vegna var kannski svona mikið kapp í honum að gera svona margt. Hann var náttúrulega það sem er kallað ofvirkur en hann kallaði það að vera velvirkur. Framkvæmdagetan og gleðin var óendanleg, maður var alveg: Hvað nú?“ segir hún brosandi.

„En hann var ósáttur við að fara. Hann vildi auðvitað ekki, ungur maðurinn, fara. Og þetta er misjafnt. Sumt ungt fólk sem fær dauðadóm nær einhvern veginn að sætta sig við það. Hann náði því ekki og það var erfitt að horfa upp á það. Glímu hinnar deyjandi sálar sem þráir svo heitt að fá að vera hjá okkur áfram. Þetta var erfið lífsreynsla og kannski var það líka erfið lífsreynsla að þurfa að horfast í augu við alls konar bresti í eigin fari vegna þess að það útheimtir sjálfsábyrgð að virkilega líta í spegilinn og segja: Jæja góða mín, þetta er ekki allt í lagi og hvað ætlarðu að gera í því,“ segir Steinunn Ólína.

„Vegna þess að, alveg sama hvað kemur fyrir okkur og jafnvel þó við fáum einhverja aðstoð við að komast út úr einhverjum hremmingum og svona, þá sitjum við alltaf uppi með okkur sjálf og það er á endanum alltaf okkar verk að líta inn á við, gangast við því að við höfum kannski gert eitthvað að okkur eða ekki staðið okkur nógu vel eða komið illa fram við okkur sjálf eða aðra, en láta okkur samt þykja vænt um okkur.“

Viðtalið við Steinunni Ólínu í fullri lengd er á Brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?