Rasmus Hojlund framherji Manchester United hefur á óvæntan hátt blandað sér inn í óvænt tap Liverpool í gær. Liverpool tapaði afar óvænt illa gegn Atalanta á heimavelli í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Markalaust var þar til á 38. mínútu í kvöld en þá kom Gianluca Scamacca, fyrrum leikmaður West Ham, ítalska liðinu yfir. Staðan í hálfleik 0-1.
Liverpool tókst ekki að rétta úr kútnum í seinni hálfleik. Þvert á móti skoraði Scamacca á ný á 60. mínútu.
Mohamed Salah hélt svo að hann hefði minnkað muninn fyrir Liverpool en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu. Þess í stað skoraði Mario Pasalic þriðja mark Atalanta á 83. mínútu. Lokatölur 0-3 og Liverpool á verk að vinna í seinni leiknum.
Hojlund sem er fyrrum framherji Atalanta birti færslu á samfélagsmiðlum og fagnaði sigri Atalanta en stuðningsmenn United fagna þessu mjög á meðan færslan fer illa í stuðningsmenn Liverpool.