Tottenham vonast til þess að ganga frá kaupum á Conor Gallagher í sumar og félagið vonast til þess að klára kaupin sem fyrst.
Chelsea er undir mikilli pressu að selja leikmenn og losa um peninga fyrir 30 júní.
Fjárhagsárið lokast þá en Chelsea þarf peninga í reksturinn til að komast í gegnum reglur um fjármögnun félaga.
Til þess að það gangi upp þarf félagið helst að selja uppalda leikmenn en Gallagher er einn af þeim.
Gallagher er öflugur landsliðsmaður Englands en hann hefur spilað ágætlega á þessu tímabili í slöku Chelsea liði.