Það var klukkan 19.36 að staðartíma sem lögreglunni barst tilkynning um sprengingu í heimahúsi í Helsinge. Stúlkurnar fjórar og konan voru inni í húsinu þegar sprengingin varð.
Það var 43 ára karlmaður sem tilkynnti um hana. Hann slasaðist lítillega þegar hann kom stúlkunum og konunni út úr húsinu.
Lögreglan telur að sprengingin hafi orðið þegar kveikt var í þurrsjampói með kveikjara. Þá hafi orðið töluverð sprenging. Skemmdir urðu á húsinu, meðal annars sprakk rúða í því.
Lögreglan mun gera tilraunir í dag til að sannreyna kenninguna um að þurrsjampó hafi komið við sögu. Ef rétt reynist að það geti sprungið ef eldur er borinn að umbúðum þess, þá liggur fyrir að rannaska þarf af hverju sprengingin var svona öflug.