Liverpool tapaði illa og afar óvænt gegn Atalanta á heimavelli í gær, 0-3. Um var að ræða fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Liverpool sá aldrei til sólar í leiknum og á nú erfitt verkefni fyrir höndum í seinni leiknum á Ítalíu.
Enska liðið er afar vinsælt hér á landi og eins og gefur að skilja skapaðist mikil umræða á samfélagsmiðlum eftir leik.
Hér að neðan má sjá brot af því besta.
Hrunið er hafið. Byrjaði reyndar á móti MU. Þetta lið vinnur ekki EPL, gleeeeeyyyymdu því
— Heiðar Austmann (@haustmann) April 11, 2024
Mögulega versta frammistaða LFC undir Klopp🤦🏼♂️
— Sóli Hólm (@SoliHolm) April 11, 2024
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) April 11, 2024
Vond úrslit fyrir Arsenal og City 😉 #fotboltinet #kopis https://t.co/m0U4S0X8zw
— Kristinn Harðarson (@kiddi77) April 11, 2024
Var brotthvarf Klopp eftir tímabilið tilkynnt of snemma?
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) April 11, 2024
Darwin Nunez er ekki nógu góður til að leiða framlínu Liverpool því miður.
— Davíð Guðrúnarson (@DaviBirgisson) April 11, 2024