fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Carragher sér eitt jákvætt við skelfilegt tap Liverpool í kvöld

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 21:28

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool goðsögnin Jamie Carragher lét að sjálfsögðu í sér heyra eftir skelfilegt tap gegn Atalanta í kvöld.

Gianluca Scamacca, fyrrum leikmaður West Ham, kom ítalska liðinu yfir í kvöld og staðan í hálfleik var 0-1. Liverpool tókst ekki að rétta úr kútnum í seinni hálfleik. Þvert á móti skoraði Scamacca á ný á 60. mínútu.

Mohamed Salah hélt svo að hann hefði minnkað muninn fyrir Liverpool en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu. Þess í stað skoraði Mario Pasalic þriðja mark Atalanta á 83. mínútu. Lokatölur 0-3 og Liverpool á verk að vinna í seinni leiknum.

„Skelfilegt tap og skelfileg frammistaða hjá Liverpool,“ skrifaði Jamie Carragher á X eftir leik.

Nú vill hann að menn einbeiti sér alfarið að deildinni, þar sem Liverpool er í harðri toppbaráttu.

„Það eina jákvæða við að tapa svona stórt er að nú getur Jurgen Klopp spilað B-liði í seinni leiknum og einbeitt sér algjörlega að deildinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur