Manchester United er það stóra félag í ensku úrvalsdeildinni sem spilar leikmönnum undir tvítugt meira en nokkurt annað lið. Samanburðurinn nær til sex efstu liða deildarinnar
Kobbie Mainoo, Rasmus Hojlund og Alejandro Garnacho hafa allir spilað stórt hlutverk á þessu tímabili.
Leikmenn United hafa spilað rúmar 3600 mínútur á þessu tímabili í deildinni.
Í öðru sæti er Manchester City með tæplega 3 þúsund mínútum minna en leikmenn United.
Ungir leikmenn fá varla tækifæri hjá Arsenal en aðeins 14 mínútur hafa komið frá leikmanni undir tvítugt. Ethan Nwaneri spilaði þá gegn West Ham.