Ótrúleg dómaraákvörðun átti sér stað í ensku B-deildinni í gær í leik West Brom og Rotherham.
Leiknum lauk með 2-0 sigri fyrrnefnda liðsins, sem er á leið í umspil um sæti í úrvalsdeildinni á meðan Rotherham er á botninum og fallið.
Annað mark West Brom í gær hefði þó aldrei átt að verða. Þá fékk liðið víti í kjölfar þess að Brandon Thomas-Asante þrumaði boltanum í Lee Peltier, sem stóð utan vítateigs. John Swift fór á punktinn og skoraði.
Skiljanlega voru leikmenn og stuðningsmenn Rotherham æfir og á samfélagsmiðlum gengu margir svo langt að kalla þetta „verstu ákvörðun allra tíma.“
Sjón er sögu ríkari.
What a fucking awful decision. Referee gave a penalty to West Brom for this😱 pic.twitter.com/LLPu8yGyG5
— Swearing Sports News (@SwearingSport) April 10, 2024