Hálf sjálfvirk tækni til að taka ákvarðanir um rangstæðu í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Þetta hefur verið ákveðið.
Tæknin verður ekki með frá upphafi tímabils en ætti að koma inn eftir landsleikjafrí í september.
Tæknin á að hjálpa til við VAR tæknina þar sem tekin er ákvörðun um rangstæðu.
Vonir standa til um að þetta taki vafaatriði sem verið hafa með því að teikna línur í VAR tækninni.
Línuverðir verða þó enn hluti af teyminu en með tíð og tíma gæti svo farið að línuverðir verða óþarfir í fótboltanum.
🚨 Semi-automated offside technology to be used in the Premier League next season.
Likely to be in place after the Autumn International break.
— Sam Cunningham (@samcunningham) April 11, 2024