Tómas Orri Róbertsson hefur gengið til liðs við Gróttu á láni út tímabilið.
Tómas, sem verður tvítugur síðar í mánuðinum, er fæddur og uppalinn Bliki en lék með Grindavík í Lengjudeildinni á síðasta tímabili.
Chris Brazell þjálfari Gróttu fagnar því að Tómas sé kominn til félagsins:
„Við erum hæstánægð með að hafa fengið Tómas í okkar raðir enda höfum við mikla trú á honum. Frá fyrsta samtali var ljóst að hann væri enginn venjulegur lánsmaður. Hann var tilbúinn til að berjast um sæti í liðinu, vera hluti af félaginu okkar og ekki fá neitt á silfurfati. Tómas er harðduglegur og sterkur karakter en það er einmitt vinnusemin sem skiptir svo miklu máli hjá ungu leikmönnunum okkar. Hann á margt eftir ólært en vilji hans til að bæta sig verður áfram svona sterkur þá mun Tómas hjálpa Gróttuliðinu mikið á komandi leiktíð.”