Ruben Amorim þjálfari Sporting Lisbon hefur fengið nóg af spurningum um framtíð sína og segist ekkert hafa rætt við Liverpool.
Amorim hefur verið sterklega orðaður við Liverpool en hann segist ekkert hafa heyrt frá félaginu.
„Ég hef ekki hitt Liverpool til að ræða við þá og það er ekkert samkomulag, það er ekki satt,“ segir Amorim.
Amorim er mest orðaður við starfið eftir að Xabi Alonso þjálfari Bayer Leverkusen afþakkaði að taka við af Jurgen Klopp.
„Ég er þjálfari Sporting, ég vil vinna hérna og ég hef ekki fundað með neinu félagi. Það er ekkert samkomulag.“
„Hættið með þessar fréttir, þetta er í síðasta sinn sem ég svara fyrir um framtíð mína.“