Það hefur vakið nokkra furðu að Tyrrel Malacia bakvörður Manchester United hefur hvorki æft né spilað með liðinu á þessu tímabili.
Ástæðan er sú að síðasta sumar var ákveðið að Malacia þyrfti að fara í aðgerð á hné.
United vildi senda Malacia í aðgerð til sérfræðings í London en Malacia vildi fara til Hollands í aðgerð.
Félagið ákvað að gefa Malacia leyfi til þess en félagið efast um þá aðgerð og endurhæfingu sem fram fór í Hollandi. Athletic fjallar um.
Í nóvember var ákveðið að Malacia þyrfti aftur í aðgerð á sama hné og aftur var farið til Hollands, nú fóru læknar United með og voru með í ráðum.
Síðan þá hefur Malacia verið í endurhæfingu og mest verið í Barcelona en hann er væntanlegur á æfingasvæði United á næstu dögum til að halda áfram með endurhæfingu sína.
Athletic vekur athygli á því að Malacia hafi ekki sett neitt á samfélagsmiðla í vetur en mögulega reynir United að losa sig við hann í sumar.