fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 10:28

Edda Lovísa. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Lovísa Björgvinsdóttir segir það hafa breytt sambandinu til hins betra þegar hún og kærastinn hennar hættu að horfa á klám.

Edda Lovísa var áður ein vinsælasta OnlyFans-stjarna landsins en greindi frá því í september í fyrra að hún væri hætt á miðlinum vegna hótana og áhrifanna sem starfið var farið að hafa á andlega heilsu hennar.

Sjá einnig: Edda Lovísa hætt á OnlyFans – „Mig langaði ekki að gera þetta, en þurfti samt að borga leigu“

Edda Lovísa er nýjasti gestur í hlaðvarpinu Norræn karlmennska. Í þættinum ræðir hún um klámfíkn og önnur vandamál tengd klámnotkun.

„Ég man þegar við byrjuðum saman þá var allt gott og blessað. Allt skemmtilegt og nýtt og hún gerir klám og ég fæ að gera klám með henni og það er spennandi. Hún er geðveikt kúl með það að ég horfi á klám. En svo verður svaka breyting,“ segir Edda Lovísa. Hún bað kærastann sinn um að hætta að horfa á klám.

Edda Lovísa. Mynd/Instagram

Þetta var erfið breyting fyrir hann. Hann sagði: „Mér fannst erfitt þegar þú baðst mig um að hætta að horfa á allt klám.“ Það var alveg smá rifrildi út frá því. Honum fannst ég vera að taka eitthvað frá honum. Sem ég skildi auðvitað, eitthvað sem hann var búinn að vera að gera í 20 ár svo allt í einu var verið að „banna honum það.“ Ég var að setja mörk [varðandi þetta] en ég minnti hann á að ef hann þyrfti að horfa á eitthvað þá ættum við myndband sem við gerðum saman sem hann gæti nýtt sér,“ segir hún.

Eins og nýr maður

„Hann sagði að það hafi tekið hann mánuð að venjast þessu en svo eftir þennan mánuð var hann allt í einu bara nýr maður. Hann sagði: „Ég er orðinn minna aggressífur þegar kemur að kynlífi. Ég er ekki að hugsa um það jafn mikið,““ segir Edda Lovísa og bætir við að hún hafi einnig séð mun á honum.

„Allt í einu var minna um kynferðislega brandara[…] hann varð rólegri í sér, það breyttist svo mikið þegar hann hætti.“

„Þegar ég sagði honum að ég væri að koma hingað [í þáttinn] að ræða um þetta sagði hann að hann gæti ekki ímyndað sér að byrja aftur að horfa á klám. „Ég held ég myndi bara fá illt í sálina. Núna get ég ekki ímyndað mér að fara aftur á þann stað þar sem mér finnst venjulegt að horfa á þetta, því eftir allt sem við erum búin að læra og fara í gegnum þá sjáum við bæði að það er ekki venjulegt að horfa á klám. Því maður veit líka ekki hvaðan þetta er að koma og allt þetta.“ Það var svo mikið sem kom með því að hætta, og við hættum bæði. Ég er sammála honum með allt þetta.“

Þáttastjórnandi Norrænnar karlmennsku tekur undir með Eddu Lovísu og segir að þegar hann hætti að horfa á klám hafi hann fundið fyrir sömu jákvæðu breytingum og þau.

Skaðleg áhrif

Edda Lovísa ræðir einnig um skaðleg áhrif klámnotkunnar á sambönd og kynlíf. Hún segir klám geta orðið þess valdandi að fólk sé aftengt þegar það stundar kynlíf.

„Þetta er svo hættulegt […] því þeir eru svo aftengdir og þannig gerist það að fólk meiðist í kynlífi. Þeir eru svo aftengdir að þeir eru ekki að hugsa, bara: „Mig langar að prófa þetta“ og þeir gera það, án þess að það sé eitthvað samtal um það. Það hefur alveg gerst fyrir mig. Þú ert svo aftengdur og þig langar að prófa eitthvað sem þú varst nýbúinn að sjá [í klámmyndbandi] og í staðinn fyrir að stoppa og hugsa: „Ég ætti kannski að spyrja hana.“ Þá [ákvaðst þú að gera það]. Það er ekki endilega [slæmur ásetningur] þarna á bak við,“ segir Edda Lovísa og bætir við að til þess að karlmenn læri af þessu þá þurfi konur gjarnan að gjalda fyrir það.

„Við konurnar þurfum að díla við afleiðingar þess að þú lærðir lexíuna þína einhvers staðar. Geðveikt að þú lærðir þetta en nú þarf ég að fara til sálfræðings og díla við það sem ég var að lenda í.“

Þáttinn má nálgast í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart