The Guardian skýrir frá þessu og segir þetta koma fram í tölum frá the World Resources Institute (WRI) og University of Maryland í Bandaríkjunum.
Aðalástæðan fyrir skógareyðingunni er að landið er tekið undir landbúnað af ýmsu tagi.
Í Brasilíu dróst skógareyðing saman um 39% og í Kólumbíu um 49%. Ástæðan er stefna forseta ríkjanna í umhverfismálum. Á móti kemur að skógareyðing jókst í Bólivíu, Laos, Níkaragva og fleiri ríkjum.
Einnig var mikil skógareyðing í Kanada á síðasta ári en það var af völdum elda en ekki beinnar ásóknar manna í landið.