fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Rússnesk herþota var skotin niður yfir Krím – Dæmi um þann vanda sem steðjar að Rússum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 04:10

Rússneskar Mig-29 orustuþotur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 28. mars síðastliðinn var rússnesk herþota skotin niður yfir Krím. Í kjölfarið viðurkenndi Mikail Razvozjajev, héraðsstjóri í Sevastopol, að það hefðu verið rússneskir hermenn sem skutu hana niður og að líklega hefði verið um tæknileg mistök að ræða. Flugmaðurinn lifði af að hans sögn.

Breska varnarmálaráðuneytið fjallaði nýlega um málið í daglegri stöðufærslu sinni um gang stríðsins og benti á að áður en þetta gerðist hafi Úkraínumenn gert árásir við Sevastopol og í Svartahafi sem hafi „mjög líklega orðið til þess að viðbúnaðarstig rússneskra loftvarnarsveita var hækkað“.

Eftir þetta hafa borist fréttir af fleiri svona dæmum en þau hafa ekki verið staðfest opinberlega af rússneskum embættismönnum.

Bretarnir komast að þeirri niðurstöðu í stöðufærslu sinni að það sé „raunhæfur möguleiki á að aukinn pressa og spenna meðal rússneskra loftvarnarsveita hafi í för með sér að þær skjóti eigin flugmenn og flugvélar óvart niður“.

Rússar hafa ekki tjáð sig um þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“