Rogers, sem býr í Indiana í Bandaríkjunum, kom með dóttur sína á sjúkrahús. Við skoðun lækna á stúlkunni uppgötvuðust „munnlaga áverkar“ og tannaför. Í yfirheyrslum hjá lögreglunni sagðist Roger hafa bitið hana af því að hún hafi verið „vanþakklát“.
Rogers gerði samning við saksóknara um að játa sök gegn því að hljóta vægari refsingu en ella. Hann þarf að sitja í fangelsi í eitt ár en tvö ár af dómnum eru skilorðsbundin og verður hann undir eftirlit yfirvalda í þessi tvö ár.
Það var í nóvember 2022 sem Rogers og kona komu með tveggja vikna stúlku á sjúkrahús í Indiana. Eins og áður sagði uppgötvuðu læknar þá áverka á stúlkunni, voru þeir á öxlum, framhandleggjum, maga, hné og fótlegg. Þegar Rogers var spurður út í áverkana sagðist hann hugsanlega hafa „kysst hana of fast með opinn munn“.
Starfsfólk sjúkrahús var hikandi við að senda stúlkuna heim með Rogers því það heyrði hann segja hana vera „vanþakkláta“, „illa“, og „litla tík“. Það veitti því einnig athygli að Rogers virtist verða pirraður þegar stúlkan fór að gráta.