Samkvæmt O Jogo í Portúgal var útsendari Liverpool í Portúgal um helgina til að skoða Alan Varela nánar en félagið hefur verið að fylgjast með honum.
Varela er 22 ára gamall Argentínumaður sem kom til Porto frá Boca Juniors.
Miðjumaðurinn hefur átt gott tímail en 70 milljóna evra klásúla er í samningi hans sem nokkur félög hafa áhuga á að skoða.
Varela fékk tækifæri hjá Boca eftir að Alexis Mac Allister snéri aftur til Brighton sumarið 2020 en þaðan var hann seldur til Liverpool.
Varle minnti marga á Mac Allister hjá Boca þar sem hann sló í gegn áður en hann var keyptur til Porto síðasta sumar.
Þeir gætu nú endað saman á miðsvæði Liverpool en enska félagið er að skoða hvernig það getur styrkt sig í sumar.