Nokkuð furðulegt atvik átti sér stað á fréttamannafundi Jurgen Klopp í dag þegar hann fór að ræða við hollenskan sjónvarpsmann á fundinum.
Sá starfar fyrir fyrirtæki sem tók frægt viðtal við Jordan Henderson leikmann Ajax og fyrrum fyrirliða Liverpool á dögunum.
Klopp og fleirum fannst blaðamaðurinn fara fram úr sér í spurningum eftir 2-2 jafntefli Ajax.
„Þetta var hræðilegt viðtal, veistu um einhvern sem var ánægður með þetta?,“ sagði Klopp
😬 "What a horrible interview that was!"
Jurgen Klopp wasn't a fan of an interview a Dutch reporter gave with Jordan Henderson recently. pic.twitter.com/sQhVmB1vyg
— This Is Anfield (@thisisanfield) April 10, 2024
Viðtalið umrædda er hér að neðan en fréttamaðurinn reynir ítrekað að fá Henderson til að segja hversu lélegir Ajax voru í leiknum.
Jordan Henderson faces some difficult questions 👀 pic.twitter.com/ujzVQxO3Sh
— ESPN UK (@ESPNUK) March 13, 2024