Þinggestir á bekkjum Alþingis gerðu hróp að Bjarna Benediktssyni, nýskipuðum forsætisráðherra, er hann fluttu yfirlýsingu sína vegna endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Þingfundur stendur núna yfir. Er Bjarni var að ræða um útlendingamál hófu gestir á bekkjum Alþingis að hrópa að honum. Varaði þingforseti, Birgir Ármannsson, fólkið við, og sagði að það yrði fjarlægt úr salnum ef það léti ekki af þessu.
Bjarni segir að það sé heiður og forréttindi að fá að vera forsætisráðherra. Segist hann ætla að leggja sig allan fram í starfi.
Bjarni segir að mörg tækifæri blasa við í samfélaginu og segist hann þakka til áframhaldandi stjórnarsamstarfs.
Bjarni sagði fyrirkomulag útlendingamála vera ósjálfbært og þar yrði að taka í taumana. Í heildina sagði hann ástand landsmála vera gott. „Það gengur vel á Íslandi en verkefninu er aldrei lokið,“ sagði hann. Halda þyrfti áfram að byggja upp á Íslandi. Þeim árangri sem hefur náðst mætti ekki raska með pólitískum óstöðugleika. Framtakssemi þrífist best í pólitískum stöðugleika. „Þessi ríkisstjórn mun tryggja hann og ná árangri fyrir fólkið í landinu út yfirstandandi kjörtímbil,“ sagði Bjarni.
Fréttinni hefur verið breytt.