Eftir misheppnaða lánsdvöl hjá Brighton gæti Ansu Fati farið til Sevilla á næstu leiktíð.
Spænski miðillinn AS segir frá en Fati hefur verið á láni hjá Brighton frá Barcelona á yfirstandandi leiktíð.
Sem fyrr segir hefur þó lítið gengið upp þar og kappinn einnig mikið glímt við meiðsli. Nú er framtíð hins 21 árs gamla Fati í óvissu.
Það er óljóst hvort Fati sé inni í myndinni hjá Barcelona fyrir næstu leiktíð og gæti farið svo að hann verði lánaður út á ný. Sjálfur er hann sagður opinn fyrir því að fara til Sevilla.