Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, var allt annað en sáttur með dómgæsluna eftir leikinn gegn Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu í gær.
Liðin mættust í fyrri leik 8-liða úrslita keppninnar og kom Saka Arsenal í 1-0 í leiknum, sem átti þó eftir að ljúka með 2-2 jafntefli.
Meira
Sjáðu myndina – Átti Arsenal að fá vítaspyrnu undir lok leiksins?
Undir blálokin vildi Saka fá vítaspyrnu þegar Manuel Neuer, markvörður Bæjara, felldi hann í teignum en ekkert var dæmt.
Eins og margir var Saka allt annað en sáttur með ákvörðun Glenn Nyberg dómara.
Það sauð greinilega enn á honum þegar hann skellti sér á Instagram eftir leik. Þar birti hann einfaldlega tvö reiði-tjákn, eins og sjá má hér að neðan.