Jamie Carragher var venju samkævmt í góðum gír á CBS í Bandaríkjunum í gær þar sem fjallað var um Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu.
Þar fór Carragher yfir átta liða úrslitn og spáði því hvaða lið færu áfram.
Hann spáir því að Manchester City og Bayern mætist í undanúrslitum í hinum leiknum verði það PSG og Atletico Madrid.
Hann spáir því svo að City og PSG mætist í úrslitum. „Sigurvegarinn verður liðið með 115 ákærur á sér, Manchester City,“ sagði Carragher.
City er ákært í 115 liðum af ensku úrvalsdeildinni fyrir brot á reglum um fjármál en búist er við niðurstöðu í málinu í sumar.
Myndbandið má sjá hér að neðan.
OMG @Carra23 really went there ☠️ pic.twitter.com/PuQfreMnAQ
— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) April 9, 2024