fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Gríðarleg pressa á þremur liðum strax í annari umferð

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 12:20

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

2. umferð Bestu deildar karla hefst á föstudag með stórleik umferðarinnar þegar KR heimsækir Stjörnuna í Garðabæ. Ljóst er að pressan er á heimamönnum í þeim leik.

Stjarnan sem er til alls líklegt í sumar tapaði nokkuð sannfærandi gegn Víkingi í fyrstu umferð deildarinnar.

Liðið má ekki við því að vera sex stigum á eftir liðum sem Stjarnan vill máta sig við eftir aðeins tvær umferðir. Sóknarleikur KR var öflugur í fyrstu umferð en liðið gaf mörg færi á sig í 4-3 sigri á Fylki.

Líklegt verður að teljast að Breiðablik, Valur og Víkingur vinni sína leiki í annari umferð og verði með sex stig í pokanum eftir tvær umferðir.

Stjarnan fékk erfiðustu byrjun allra í mótinu en eftir leikinn á móti KR er það leikur gegn ógnarsterku liði Vals.

Pressan verður líka alls ráðandi á Akureyri þar sem FH heimsækir KA, liðið sem tapar þeim leik er komin með bakið upp við vegg eftir tvær umferðir. FH gætu lent í því að vera stigalausir eftir tvo leiki og KA gæti endað með aðeins eitt stig eftir tvo heimaleiki.

2. umferð:
Stjarnan – KR
Breiðablik – Vestri
KA – FH
HK – ÍA
Fylkir – Valur
Fram – Víkingur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool verður án Slot gegn Tottenham

Liverpool verður án Slot gegn Tottenham
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mikael skoraði í mjög svekkjandi jafntefli gegn Juventus

Mikael skoraði í mjög svekkjandi jafntefli gegn Juventus
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Í gær

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag