fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Fréttir

Segir aukna tíðni offitu á meðgöngu á Íslandi alvarlegt mál

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 16:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðdís Valgeirsdóttir kvensjúkdóma- og fæðingalæknir á Landspítalanum ritar pistil í nýjasta tölublað Læknablaðsins þar sem hún fjallar meðal annars um hversu alvarleg sú þróun sé sem orðið hafi hér á landi og víðar að tíðni offitu og ofþyngdar meðal kvenna á meðgöngu hafi farið vaxandi.

Hún segir í upphafi greinarinnar að heilbrigðisstarfsfólk verði að gæta sín að særa ekki tilfinningar fólks þegar það ræði um offitu og ofþyngd:

„Hér mun ég tala um ofþyngd og offitu, ekki til að mismuna neinum eða móðga, heldur til að skýrt sé hvað um er rætt. Ofþyngd er yfirleitt skilgreind sem líkamsþyngdarstuðull (LÞS, kg/m2) 25-29,9 og offita sem LÞS ≥30.“

Heiðdís vísar til greinar sem birtist í þessu sama tölublaði Læknablaðsins og fjallar um rannsókn á þróun þyngdar barnshafandi kvenna á Norðurlandi:

„Kemur þar fram að tíðni offitu hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Ofþyngd og offita mæðra skapar ákveðnar áskoranir í mæðravernd og við fæðingaþjónustu. Aukin hætta er á fylgikvillum hjá þessum hópi kvenna og ákveðin tæknileg atriði geta verið meira krefjandi við eftirlit og meðferð.“

Auknir fylgikvillar

Hún minnir á að aukinni offitu fylgi auknir fylgikvillar:

„Meðal fylgikvilla sem eru algengari hjá konum með offitu á meðgöngu eru meðgöngusykursýki, háþrýstingssjúkdómar, vaxtarskerðing hjá barni, að barn sé þungburi, fósturgallar og fósturdauði á meðgöngu. Í fæðingu er aukin hætta á áhaldafæðingu eða bráðakeisaraskurði. Einnig er aukin hætta á súrefnisskorti hjá barninu í fæðingu, axlarklemmu og innlögn á Vökudeild.“

Offita á meðgöngu geti einnig leitt til ójafnvægis í hormónabúskap sem geti haft neikvæð áhrif á fylgjustarfsemina og fóstrið. Eftirlit á meðgöngu og í fæðingu geti einnig verið erfiðara. Við þessar aðstæður séu ómskoðanir erfiðari þar sem ómskyggni sé skert sem geti leitt til þess að heilbrigðisstarfsfólk missi af fósturgöllum og mat á fósturvexti verði ónákvæmara.

Offitan geti einnig gert fæðinguna sjálfa erfiðari þar sem meðal annars geti reynst erfitt að ná góðu sambandi með hjartsláttarnemum til að fylgjast með fóstrinu og keisaraskurður geti einnig verið erfiðari.

Heiðdís segir mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk sé meðvitað um aukna tíðni offitu á meðgöngu og bjóði upp á bestu mögulegu þjónustu með þá auknu áhættu fyrir móður og barn, sem þessi þróun leiði til, í huga. Hún segir að hér á landi sé konum með offitu boðið aukið eftirlit á meðgöngu.

Þó sé alltaf best að efla forvarnir og hvetja konur á meðgöngu til að lifa heilbrigðum lífsstíl, með góðri hreyfingu og hollu mataræði:

„Ekki er þó síður mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk og samfélagið allt leggist á eitt til að stemma stigu við offitufaraldrinum, ekki eingöngu í þágu verðandi mæðra og barna þeirra, heldur okkar allra vegna þess heilsutjóns sem offita getur valdið. Vart er ofmælt að aukin tíðni offitu á meðgöngu sé alvörumál,“ segir Heiðdís að lokum.

Grein Heiðdísar í heild sinni er hægt að nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar
Fréttir
Í gær

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara
Fréttir
Í gær

Gerðu myndband um norræna samvinnu en slepptu einu – Myndband

Gerðu myndband um norræna samvinnu en slepptu einu – Myndband
Fréttir
Í gær

Svara fréttastjóra RÚV um það sem hann segir ófrægingarherferð- „Þúsundir gamalla stuðningsmanna RÚV eru á öðru máli“

Svara fréttastjóra RÚV um það sem hann segir ófrægingarherferð- „Þúsundir gamalla stuðningsmanna RÚV eru á öðru máli“