Paris Saint-Germain hefur átt samtal við umboðsmann Luis Diaz, leikmanns Liverpool. Það er Telegraph sem segir frá þessu.
Telegraph er oftast talinn mjög áreiðanlegur miðill en hann segir PSG vilja kaupa Diaz í sumar.
Diaz á þrjú ár eftir af samningi sínum við Liverpool en þessi kraftmikli kantmaður er 27 ára gamall.
Telegraph segir að Liverpool vilji helst ekki selja Diaz en hafi þó sett 75 milljóna punda verðmiða á hann.
Draumur Diaz er að spila fyrir Barcelona eða Real Madrid á Spáni en samkvæmt fréttum dagsins gæti PSG komið til greina.
Nokkrar breytingar verða hjá Liverpool í sumar þegar Jurgen Klopp hættir og nú gæti svo farið að kólumbíski kantmaðurinn fari.