fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
433Sport

Sjáðu myndina – Átti Arsenal að fá vítaspyrnu undir lok leiksins?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 20:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Arsenal eru brjálaðir yfir því að hafa ekki fengið vítaspyrnu undir lok leiks í 2-2 jafntefli við Bayern í Meistaradeildinni í kvöld.

Bukayo Saka féll þá í viðskiptum við Manuel Neuer en dómari leiksins taldi Saka hafa sett löppina út til að reyna að fá snertingu.

Í London var FC Bayern mætt í heimsókn til Arsenal en þar var það Bukayo Saka sem kom heimamönnum yfir á sanngjarnan hátt. Serge Gnabry jafnaði fyrir gestina en markið var sætt fyrir kappann sem var áður hjá Arsenal en fékk ekki mörg tækifæri.

Það var svo Harry Kane sem kom Bayern yfir með marki úr vítaspyrnu en hann þekkir það vel að skora gegn Arsenal eftir dvöl sína hjá Tottenham.

Bayern spilaði vel í leiknum en skiptingar frá Mikel Arteta breyttu leiknum og það var Leandro Trossard sem kom inn af bekknum og jafnaði leikinn. Staðan 2-2 og þannig lauk leiknum en seinni leikurinn fer fram í Bæjaralandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim ekki lengi að afreka það sem Ten Hag tókst aldrei

Amorim ekki lengi að afreka það sem Ten Hag tókst aldrei
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Casemiro staðfesti að hann hafi gefið öðrum medalíuna – ,,Var engin medalía fyrir hann“

Casemiro staðfesti að hann hafi gefið öðrum medalíuna – ,,Var engin medalía fyrir hann“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta staðfestir tvö meiðsli lykilmanna

Arteta staðfestir tvö meiðsli lykilmanna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Framtíð Diaz talin vera í óvissu

Framtíð Diaz talin vera í óvissu
433Sport
Í gær

Einkunnir West Ham og Arsenal – Einn fær níu

Einkunnir West Ham og Arsenal – Einn fær níu
433Sport
Í gær

Ungur drengur bað stjörnuna afsökunar á rasisma

Ungur drengur bað stjörnuna afsökunar á rasisma