fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Sjáðu þrjú mögnuð mörk á Spáni í kvöld – Foden byrjaði en svo komu tvær neglur

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 20:56

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir svakalegir leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld en í leikjunum tveimur voru tíu mörk skoruð, þar sex á Santiago Bernabeu. Um var að ræða fyrri leikina í átta liða úrslitum.

Manchester City heimsótti Real Madrid á Spáni í rosalegum leik þar sem gestirnir komust í tvígang yfir.

City byrjaði leikinn með látum þar sem Bernardo Silva skoraði beint úr aukaspyrnu en Ruben Dias varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan 1-1 eftir tólf mínútna leik.

Tveimur mínútum síðar skoraði Rodrygo og Real Madrid var komið yfir á heimavelli og þannig var staðan í hálfleik.

Í síðari hálfleik sótti City í sig veðrið og Phil Foden jafnaði leikinn með mögnuðu skoti, það var svo Josko Gvardiol sem kom City yfir með þrumuskoti fyrir utan teig. Hann hamraði í boltann með hægri fætinum sem er hans verri fótur og boltinn endaði í netið.

Fallegasta mark leiksins var svo líklega skorað á 79. mínútu þegar Federico Valverde þrumaði knettinum í netið. Lokastaðan 3-3 jafntefli fyrir seinni leikinn á Englandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur