Þýskaland 3 – 1 Ísland:
1-0 Lea Schüller
1-1 Hlín Eiríksdóttir
2-1 Lea Schüller
3-1 Bibiane Schulze
Íslenska kvennalandsliðið mætti ofjörlum sínum þegar liðið heimsótti Þýskaland í undankeppni Evrópumótsins ytra í dag. Leikurinn fór fram á Tivoli vellinum í Aachen.
Lea Schüller kom Þjóðverjum yfir eftir fjögurra mínútna leik. Á 23 mínútu var það hins vegar Hlín Eiríksdóttir sem jafnaði fyrir Ísland.
Íslenska liðið þurfti hins vegar að gera breytingu eftir hálftíma leik þegar Sveindís Jane Jónsdóttir fór af velli. Varð Sveindís fyrir meiðslum eftir ljótt brot.
Þessi skipting virtist hafa áhrif á íslenska liðið því þýska liðið skoraði tvö mörk á rúmum tíu mínútum og staðan 3-1 í hálfleik.
Íslenska liðið reyndi að koma sér inn í leikinn í þeim síðari en án árangurs og lokastaðan 3-1.