Raunveruleikastjarnan og matríarkan Sharon Osbourne hefur ekki veigrað sér við það í gegnum tíðina að láta í sér heyra ef henni mislíkar eitthvað. Nýlega fór hún ófögrum orðum um spjallþáttastjórnandann James Corden þegar hún keppti í þáttunum Celebrity Big Brother UK. Þar sagðist hún efa að það væru til menn sem elska jafn mikið að troða því inn í allar samræður að þeir þekki einhverja fræga. „Hann er stöðugt að henda út nöfnum,“ sagði Osbourne og bætti við að Corden hafi grætt á því að hafa kyss réttu rassanna í Bandaríkjunum til að koma sér á framfæri.
En greinilega hafði matríarkan meira um spjallþáttastjórnandann að segja því í hlaðvarpi sínu í vikunni ræddi hún við börn sín, Kelly og Jack, og sagðist standa við hvert orð. „Það er sanngjarnt að ráðast á Corden og þennan falska hlátur hans.“
Eiginmaður Sharon, rokkarinn Ozzy Osbourne var líka í hlaðvarpinu og varð að játa að hann hafi bara ekki hugmynd um hver þessi Corden er.
Sharon gaf dæmi um hvernig Corden fer í taugarnar á henni. „Ég kem til hans og segi: Hey flottir skór, og hann svarar: Já þeir eru frá Stella McCartney. Ég spurði hann ekki hvaðan skórnir kæmu, ég sagði bara að þeir væru flottir. Hann lærði að spila þennan Hollywood-leik mjög vel.“