Samkvæmt brasilískum fjölmiðlum í dag eru ensku risarnir Arsenal og Manchester United líklegir til að fara á eftir Joao Gomes, miðjumanni Wolves í sumar.
Hinn 23 ára gamli Gomes gekk í raðir Wolves á miðju síðasta tímabili og er hann orðinn lykilmaður á miðjunni.
Talið er að bæði Arsenal og United séu í leit að miðjumanni fyrir komandi leiktíð. Þar gæti Gomes reynst góður kostur eftir að hafa sannað sig á miðjunni hjá Wolves.
Samkvæmt miðlum í Brasilíu verður Gomes sennilega fáanlegur fyrir um 40 milljónir punda í sumar. Hann er samningsbundinn til 2028.