fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Einn stærsti þjófnaður sögunnar í Los Angeles – Stálu 30 milljónum dollara í reiðufé

Pressan
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 06:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að kvöldi páskadags lét hópur þjófa sig síga niður í gegnum þakið á peningageymslu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þeim tókst að komast á brott með 30 milljónir dollara í reiðufé án þess að gangsetja þjófavarnarkerfið eða valda miklum skemmdum á peningaskápnum.

The Los Angeles Times skýrir frá þessu og segir að þjófarnir hafi komist óséðir á brott og að þjófnaðurinn hafi ekki uppgötvast fyrr en daginn eftir.

Talskona alríkislögreglunnar FBI staðfesti við PEOPLE að milljónum dollara hefði verið stolið í Sylmar hverfinu á páskadag. Hún sagði að lögreglan vinni að rannsókn málsins og sé að leita að „einstaklingi eða hópi sem hafi verið að verki“.

Talskona lögreglunnar í Los Angeles vildi ekki tjá sig um þjófnaðinn, sem er einn stærsti þjófnaður sögunnar í borginni, og sagði að alríkislögreglan stýri rannsókninni.

ABC7 segir að peningageymsla sé í eigu GardaWorld sem sérhæfir sig í geymslu og flutning reiðufjár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera