Þessi fjandskapur nær einnig til skipulagðra glæpasamtaka í báðum löndum og hefur stríðið haft mikil áhrif á evrópska undirheima þar sem rússnesk-úkraínsku smyglleiðirnar voru meðal þeirra mest notuðu.
En spurningin er hvort þetta haldi áfram. Þetta sagði Mark Galeotti, sérfræðingur í rússneskum málefnum sem og alþjóðlegri glæpastarfsemi, í í samtali við Jótlandspóstinn.
Hann sagði rússneskir og úkraínskir glæpamenn hafi óhindrað haldið samstarfi sínu áfram eftir að Rússar hernámu Krím 2014 en það hafi verið vendipunktur þegar Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. „Að hluta vegna þess að stríðið var miklu umfangsmeira og kom í veg fyrir að hægt væri að flytja vörur. En einnig, og þetta er miklu mikilvægara, vegna þess að innan skipulagðra úkraínskra glæpasamtaka réði ekta ættjarðarást ríkjum á þessum tímapunkti,“ sagði hann.
Úkraínsk glæpasamtök óttast einnig að úkraínskar leyniþjónustustofnanir kúgi þau og beini spjótum sínum að þeim og það spilaði einnig hlutverk í þessari ákvörðun úkraínsku glæpamannanna.
„Eitt er að vera glæpamaður í Úkraínu en það er allt annað að umgangast Rússa. SBU, úkraínska innanríkisleyniþjónustan, er byggð á grunni úkraínsku deildar KGB. Þetta er ekki blíð og góð leyniþjónusta,“ sagði Galeotti.
Samstarf rússnesku og úkraínsku glæpasamtakanna var ábatasamt fyrir báða aðila. Rússarnir höfðu aðgang að eftirsóttum varnaði frá austanverðum heiminum, til dæmis heróíni og fölsuðum vörum frá Afganistan. Úkraínumenn gátu síðan smyglað þessum varningi í vesturátt, til Evrópu, þar sem miklir peningar voru í boði.