Liverpool hefur fengið mikinn kraft inn í leikmannahóp sinn nú þegar síðustu vikur tímabilsins eru að renna í garð.
Alisson, Trent Alexander-Arnold og Diogo Jota hafa þannig allir náð heilsu.
Hafa þeir misst af leikjum síðustu vikurnar en eru klárir í slaginn nú þegar Liverpool reynir að verða enskur meistari.
Liverpool er í öðru sæti deildarinnar en með jafnmörg stig og Arsenal en stigi minna en Manchester City.
Liverpool er einnig á fullu í Evrópudeildinni og því viðbúið að álagið verði mikið á næstu vikum.
🚨🔴 Alisson, Trent Alexander-Arnold, Jota and Bajčetić are all back training for Liverpool.
Huge boost for Jurgen Klopp and #LFC ahead of final weeks of the season. pic.twitter.com/Jak4l7oOqE
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 9, 2024