Pep Guardiola, stjóri Manchester City, fékk athyglisverða spurningu á blaðamannafundi í gær fyrir leik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni.
Guardiola var spurður hvað heillaði hann við að starfa hjá City og hvað væri að veita honum hvatningu í starfi.
Spánverjinn svaraði á léttu nótunum og bendir á að hann fái ansi vel borgað sem þjálfari eins ríkasta félags heims.
,,Ég er hrifinn af því sem er í gangi hérna, þeir borga mér vel og það hentar ágætlega,“ sagði Guardiola.
,,Mér líkar við að spila hérna og mér líkar við að heimsækja Luton Town. Þegar sú tilfinning hverfur þá hætti ég.“