fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Velta því upp hvort koma Gylfa Þórs gæti haft þennan vanda í för með sér

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Stúkunni, uppgjörsþætti Bestu deildar karla á Stöð 2 Sport í gær, veltu menn því upp hvort leikmenn Vals hefðu lagt of mikla áherslu á að koma boltanum á Gylfa Þór Sigurðsson í leiknum gegn ÍA í fyrstu umferð deildarinnar.

Eins og flestir vita gekk Gylfi í raðir Vals á dögunum og skoraði hann í 2-0 sigri á ÍA í sínum fyrsta alvöru leik.

„Einhverjir vildu meina að samherjar Gylfa væru sumir hverjir að reyna of mikið. Fannst ykkur þetta vera vandamál í leiknum?“ spurði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni.

Ólafur Jóhannesson tók þá til máls.

„Mér fannst eins og Valsararnir væru að reyna að finna Gylfa til að leyfa honum að skora. Mér fannst Aron og Jónatan Ingi eiga möguleika á að skjóta á markið en leita að honum frekar.

En ef þú vilt fá hann til að skjóta á markið þá er mjög skynsamlegt að láta Gylfa gera það. Ég held að Valsliðið eiga bara eftir að slípast. Það er feykilega gaman að fá hann í deildina,“ sagði Ólafur léttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“