fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
433Sport

Heimir öskuillur og lét í sér heyra eftir leik: ,,Það má ekki anda“

Victor Pálsson
Mánudaginn 8. apríl 2024 22:11

Heimir Guðjónsson þjálfar FH. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var alls ekki ánægður eftir leik sinna manna við Breiðablik í Bestu deild karla í kvöld.

FH tapaði leiknum 2-0 á Kópavogsvelli en liðið hefði svo sannarlega getað fengið vítaspyrnu í stöðunni 1-0 fyrir Blikum.

Heimir var hundfúll með dómgæsluna í kvöld en hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir lokaflautið í kvöld.

,,Það held ég nú ekki, við höfðum möguleika á að fá eitthvað úr leiknum,“ sagði Heimir um hvort úrslitin væru sanngjörn en viðtalið var birt í þættinum Stúkan á einmitt Stöð 2 Sport.

,,Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik, byrjuðum leikinn ekki vel og þeir voru yfir en við vorum góðir í seinni og sköpuðum góða möguleika og áttum að fá víti í stöðunni 1-0.“

,,Það er oft með dómara, þeir þekkja ekki leikmennina nógu vel. Sigurður Bjartur lætur sig ekki detta, þetta gat ekki verið annað en víti, Damir bombar hann niður inni í teig, púra víti í stöðunni 1-0.“

,,Í fyrra þegar við vorum í Evrópubaráttu og Ívar var að dæma og Danijel Dejan lætur sig dettog Ásti er í honum, annað gult spjald og rautt. Mér finnst dómgæslan í byrjun móts, það má ekki anda og þá er búið að lyfta spjöldum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Trent með svakalegt tilboð á borðinu

Trent með svakalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum
433Sport
Í gær

ÍR skoraði sex gegn Víkingum

ÍR skoraði sex gegn Víkingum
433Sport
Í gær

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“
433Sport
Í gær

Enginn kemst nálægt Salah í launum

Enginn kemst nálægt Salah í launum
433Sport
Í gær

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham