Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, ræddi við Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik sinna manna við FH.
Blikar byrja mótið á sigri en Jason Daði Sveinþórsson og Benjamin Stokke sáu um að tryggja þrjú stigin í kvöld.
Blikar voru sterkir varnarlega og var Höskuldur afskaplega ánægður með frammistöðu liðsins í heild sinni.
,,Þetta var bara flott, við vorum massívir, það hefur oft verið betra flæði á okkur til lengri tíma en við sýndum góðar rispur og vorum hættulegir, mér fannst við vera með control með og án bolta,“ sagði Höskuldur.
,,Allir voru að fórna sér varnarlega og kasta sér fyrir bolta varnarlega og Anton var með allt í lás.“
,,Það er rosalega erfitt að segja þegar 26 leikir eru eftir en brandið, Besta deildin, er að styrkjast sem er fagnaðarefni.“