fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Ófremdarástand á bókasöfnum og bókasafnsverðir eru komir með upp í kok af stjórnlausu saurlífi og ólifnaði

Pressan
Mánudaginn 8. apríl 2024 20:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókasöfn í Bandaríkjunum eru komin með nóg af því að vera notuð í annað en að lesa bækur. Bókasafnsverðir upplifa sig nú meira sem öryggisverði sem er ekki það hlutverk sem þeir tóku að sér.

„Þetta er ekki það sem við réðum okkur til,“ sagði einn í samtali við New York Post.

Jaðarsettir einstaklingar sem eiga í engin hús að vernda eru farin að nýta sér bókasöfn sem eins konar neyðarskýli. Eins sæki þangað einstaklingar með alvarlega andlega sjúkdóma og noti bókasafn sem eins konar dagvistun.

Ungmenni í leit að stað til að hafa samfarir hafa eins snúið sér að bókasöfnum og eru starfsmenn komnir með nóg af því að þurfa að verða vitni að samförum á almannafæri, neyslu og öðru tilheyrandi. Þessu öllu fylgi svo að starfsmenn verði fyrir stöðugu áreiti, þá einkum kynferðislegu, og séu ítrekað beittir ofbeldi.

„Þetta er sorglegt. Þú sérð foreldra koma hingað með börnin eftir að þau fyrst flytja hingað. Þau eru spennt, þau fá bókasafnskortið sitt, síðan eftir smá stund sérðu þau aldrei aftur. Þau hafa sagt mér sjálf að þau hreinlega upplifi bókasafnið ekki sem öruggt umhverfi fyrir börn.“

Eins og áður segir eru starfsmenn bókasafna komnir með nóg. Nú hefur bókasafnsvörður í Iowa stefnt vinnuveitanda sínum fyrir dóm. Hún sakar stjórnendur safnsins um að hafa hunsað ítrekaðar kvartanir um óreglu og óreiðu á safninu. Hún hafi þvert á móti upplifað að vera refsað fyrir að vekja athygli á ástandinu.

Hún hafi þurft að þola gesti á bókasafninu sem hafi stundað sjálfsfróun skammarlaust á meðan þeir skoða klám í tölvukosti safnsins. Hún hafi þurft að þola ítrekaðar viðreynslur og jafnvel ógnanir og hótanir frá mönnum sem hún hafnar.

Bókasafni í Kaliforníu var lokað fyrir skömmu eftir að starfsmenn kvörtuðu undan stjórnlausu kynlífi sem væri stundað bæði inni á safninu og fyrir utan það. Auk þess var safnið notað fyrir neyslu og ítrekaður vettvangur ofbeldis.

„Fólk bara stundar kynlíf inni á bókasafni eða á lóðinni bara beint fyrir augum gesta og starfsmanna.“

Í Flórída kom í febrúar upp mál þar sem karlmaður hafði notað bókasafnið til að taka upp myndefni af börnum á meðan hann stundaði sjálfsfróun. Dæmin eru í raun óteljandi. Bókasafni í Nashville var lokað í ágúst eftir skotbardaga, í sama mánuði var maður skotinn til bana í bókasafni í San Diego.

„Við viljum bara vinna okkar vinnu,“ sagði bókasafnsvörður við New York Post. „Í mörgum samfélögum hefur fólk samt engan annan stað til að leita á. Flestir sem hingað koma eru til friðs en það þarf meiri stuðning og meiri utanumhald um það sem er að eiga sér hér stað.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana