Eins og flestir vita er Gareth Bale búinn að leggja skóna á hilluna en hann ákvað að taka þá ákvörðun 34 ára gamall.
Bale endaði ferilinn í Bandaríkjunum en hann vcar síðast leikmaður Los Angeles FC í MLS deildinni.
Bale var óvænt mættur aftur á völlinn um helgina er hans fyrrum liðsfélagar mættu Los Angeles Galaxy í grannaslag.
LAFC vann þennan leik 2-1 og er í öðru sæti deildarinnar aðeins einu stigi á eftir toppliði Vancoluver Whitecaps.
Bale hefur fengið mikið hrós á samskiptamiðlum en hann er í toppstandi og hefur alls ekki slakað á þó að skórnir séu komnir á hilluna.
Myndir af þessu má sjá hér.
London ➡️ Los Angeles
Old friends reunited 🫂 pic.twitter.com/S6B5Ik9u0S
— LAFC (@LAFC) April 6, 2024
——————