Tvö stig hafa verið dregin af Everton fyrir brot á fjárhagsreglum.
Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem stig eru dregin af Everton. Tíu sig voru dregin af félaginu í nóvember en var það lækkað í sex eftir áfrýjun.
Nú hafa tvö stig til viðbótar verið dregin af Everton fyrir fleiri brot á fjárhagsreglum.
Fyrir ákvörðun dagsins var Everton í fimmtánda sæti ensku úrvaldeildarinnar, fjórum stigum frá fallsæti. Nú er liðið í sextánda sæti, tveimur stigum fyrir ofan Luton í átjánda sætinu.
Everton er ekki eina félagið sem stig hafa verið dregin af á leiktíðinni en fjögur stig voru dregin af Nottingham Forest í janúar.