Timo Werner virðist mjög opinn fyrir því að vera áfram hjá Tottenham í sumar.
Þýski sóknarmaðurinn er á láni hjá Lundúnaliðinu frá RB Leipzig. Hann kom í janúar og hefur skorað tvö mörk.
„Ég nýt mín mjög mikið hérna, að spila með þessu liði, þessum leikmönnum og á þessum leikvangi. Ég elska að vera hérna,“ segir Werner, spurður að því hvort hann verði hugsanlega áfram hjá Tottenham í sumar.
Tottenham er ekki fyrsta enska liðið sem Werner spilar með, en hann lék með Chelsea áður en hann sneri aftur til RB Leipzig.