fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Tvær íslenskar stúlkur hætt komnar á spænskri strönd – „Það voru tveir lögreglumenn sem stóðu þarna og horfðu á en gerðu ekki neitt“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 8. apríl 2024 10:00

Dóttir Þórunnar var önnur þeirra sem lenti í háskanum á Playa de la Zenia ströndinni á laugardag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær íslenskar stúlkur á unglingsaldri voru hætt komnar á strönd nærri Alicante á Spáni á laugardag. Voru þær fastar í sogi en tveir brettamenn komu þeim til bjargar, sem og allir viðstaddir á ströndinni sem mynduðu mannlega keðju til að stöðva sogið.

Stúlkurnar voru í knattspyrnuferð með íþróttaliðinu Tindastól. Þjálfarateymið og foreldrar eru í losti vegna skorti á merkingum, björgunartækjum og framkomu spænsku lögreglunnar.

Mikið sog og hækkandi öldur

„Það voru engin merki þarna, engir björgunarhringir, ekki neitt,“ segir Þórunn Elfa Einarsdóttir Ævarsdóttir, móðir annarrar stúlkunnar sem lenti í háskanum á Playa de la Zenia ströndinni sunnan við bæinn Torrevieja nærri borginni Alicante á laugardag.

Dóttir hennar er ný orðin sextán ára gömul og æfir knattspyrnu með meistaraflokki Tindastóls. Liðið var á knattspyrnumóti á svæðinu en allur hópurinn eyddi laugardeginum á ströndinni.

Þrjár stúlkurnar fóru aðeins út í sjóinn, ekkert mjög langt, nálægt klettum. Ein af þeim syndi fljótlega til baka. Þegar önnur stúlkan ætlaði til baka tók hún eftir að dóttir Þórunnar var í vanda. Hún synti aftur út til hennar en þá voru þær báðar fastar.

Það myndaðist mikið sog, straumurinn þyngdist og öldurnar hækkuðu sífellt. Þær urðu fljótlega mjög hræddar og byrjuðu að orga á hjálp.

Mannleg keðja út í sjóinn

„Það voru tveir lögreglumenn sem stóðu þarna og horfðu á en gerðu ekki neitt,“ segir Þórunn. Það voru ekki lögreglumennirnir sem komu stúlkunum til bjargar heldur tveir spænskir menn sem voru á brettum úti í sjónum.

„Hún var búin að öskra úr sér lungun þegar þeir uður varir við þær,“ segir Þórunn og ítrekar að þær voru ekkert langt úti í sjónum, í göngufæri frá ströndinni. En aðstæðurnar voru hræðilegar.

Brettamennirnir náðu að koma að stúlkunum og koma þeim upp á brettin til sín. Þegar þeir ætluðu að synda í land lentu þeir líka í vandræðum vegna sogsins.

Loks var gripið til þess ráðs að kalla alla til sem voru á ströndinni til þess að mynda mannlega keðju út í sjóinn og klippa á strauminn. Þá gátu brettamennirnir loks synt með stúlkurnar í land.

„Hún var í sturlunarástandi, öskrandi og grátandi. Meira að segja eftir að hún var kominn upp á brettið. Hún titraði öll og var stíf í löppunum,“ segir Þórunn.

Hótuðu handtöku

Þegar þær komu upp á land var þegar búið að hringja á sjúkrabíl. Kona eins þjálfarans hjá Tindastól er læknir og hún ætlaði með dóttur Þórunnar í bílinn.

„Mín fer í sjúkrabíl og var í losti. Læknirinn fór með henni en þá ætluðu þeir að ýta henni í burtu og fara með mína sextán ára eina á spítalann,“ segir Þórunn.

Læknirinn tók það ekki í mál að farið yrði með stúlkuna eina á spítalann, enda ein af forráðamönnum hennar í þessari keppnisferð. Þá hótaði lögreglumaður henni handtöku.

Dóttur Þórunnar var gefið róandi lyf í sjúkrabílnum án þess að neinn væri spurður um það. Einnig var tekin blóðprufa og lífsmörk. Þá var hún spurð hvort hún vildi fara á spítalann sem hún vildi ekki gera ein.

Farið var með hana upp á hótel, vakað yfir henni og sofið hjá henni um nóttina. Þórunn segir að liðið komi heim annað kvöld.

Vill þakka mönnunum tveimur

Að sögn Þórunnar er þjálfarateymið í áfalli eftir þetta. Bæði vegna skorts á merkingum á þessum augljóslega hættulega stað, skorti á björgunartækjum og framkomu spænsku viðbragðsaðilana. Ókurteisin gagnvart þeim hafi verið svo svakaleg.

Hefur hún heyrt að það standi til að Tindastóll sendi langt reiðibréf til yfirvalda á svæðinu vegna þessa.

„Þau fóru aðra ferð á ströndina til að athuga hvort þeim hefði nokkuð yfirsést einhverjar merkingar á svæðinu. Þá sáu þau lítið barn vera að leika sér á nákvæmlega sama stað,“ segir Þórunn.

Var móðir þess barns samstundis látin vita af atvikinu hjá íslensku stúlkunum.

Þórunn segist vilja vita hverjir þessir spænsku brettamenn voru en enginn tók niður nafnið hjá þeim. Þjálfarateymið þakkaði þeim vel fyrir en hún hefði viljað gera það sjálf líka því þeir björguðu lífi dóttur hennar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Í gær

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hafið á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“