Liverpool missti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar aftur til Arsenal með því að misstíga sig gegn Manchester United í gær.
Lærisveinar Jurgen Klopp gerðu 2-2 jafntefli á Old Trafford í gær og er Arsenal komið á toppinn á markatölu. Skytturnar eiga þó erfiða dagskrá eftir og meðal annars eftir að mæta United á útivelli.
Klopp hefur hins vegar ekki mikla trú á að United geti gert Arsenal skráveifu í þeim leik.
„Arsenal er gott fótboltalið. Ef United spilar eins og í dag mun Arsenal vinna leikinn. Ég er 100 prósent viss um það,“ sagði Klopp eftir leik sinna manna gegn United í gær.
Arsenal og Liverpool eru bæði með 71 stig. Þar á eftir er Manchester City með 70 stig.