Joe Kinnear, fyrrum stjóri Newcastle og Wimbledon, er látinn 77 ára að aldri en þetta var staðfest í gær.
Kinnear glímdi við heilabilun í mörg ár en hann var fyrst greindur með sjúkdóminn fyrir níu árum síðan.
Kinnear var flottur knattspyrnumaður á sínum tíma en hann lék með Tottenham frá 1965 til 1975 og endaði ferilinn hjá Brighton.
Hann starfaði síðast í fótbolta 2014 en þá var hann yfirmaður knattspyrnumála Newcastle eftri að hafa þjkálfað liðið í eitt ár.
Kinnear þjálfaði nokkur lið á sínum ferli en nefna má landslið Indlands, Nepal og svo félagslið eins og Wimbledon, Luton, Nottingham Forest og Newcastle.