Albert Guðmundsson gæti vel náð í silfurskóinn á Ítalíu á þessu tímabili en hann er kominn með 12 mörk í deild.
Albert hefur einnig lagt upp þrjú mörk en hann er leikmaður Genoa og skoraði í 2-1 sigri á Verona í gær.
Það þýðir að Albert er með 12 mörk líkt og þeir Paulo Dybala og David Zapata sem eru þó báðir með fleiri stoðsendingar.
Olivier Giroud, leikmaður AC Milan, er með 13 mörk og í öðru sæti er Dusan Vlahovic með 15.
Litlar líkur eru á að Albert nái gullskónum en Lautaro Martinez er á toppnum með 23 mörk, átta mörkum á undan næsta manni.