Þeir Davíð Smári Lamude og Rúnar Kristinsson mættust í Bestu deild karla í dag en um var að ræða leik í fyrstu umferð.
Fram tók á móti Vestra að þessu sinni og hafði betur 2-0 en Rúnar var að stýra Fram í fyrsta sinn í efstu deild.
Þeir ræddu báðir við Stöð 2 Sport eftir lokaflautið en viðtal við báða menn var birt í sjónvarpinu í kvöld.
Þetta hafði Rúnar að segja eftir leik:
,,Það er mikil gleði að vinna og að halda hreinu er mikilvægt fyrir okkur líka, fyrri hálfleikur var í fínu lagi en seinni hálfleikur var mjög lélegur. Veðrið hjálpaði ekki en sigur er sigur.“
Davíð bætir við að hans menn þurfi að átta sig á því að þessi deild sé tölvuvert sterkari en næst efsta deild. Vestri tryggði sér sæti í efstu deild á síðustu leiktíð.
,,Sviðsskrekkurinn er vonandi farinn úr mönnum og við getum tengt þessi góðu augnablik í seinni hálfleik inn í næsta leik, það er gott að slá menn aðeins niður á jörðina.“
,,Þetta erfitt og þetta eru góð lið, þegar við gerum mistök í seinna markinu höfum við séns á að hreinsa boltann en gerum það ekki og fáum á okkur mark í andlitið.“