Valur byrjar Íslandsmótið í knattspyrnu vel en liðið mætti ÍA á heimavelli sínum á Hlíðarenda í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Vals en hann skoraði annað mark liðsins í 2-0 sigri á Skagamönnum.
Patrick Pedersen skoraði fyrra markið og er nú búinn að skora 100 mörk í efstu deild á Íslandi.
KR vann á sama tíma lið Fylkis í mjög fjörugum leik þar sem sjö mörk voru skoruð í Árbænum.
KR skoraði fjögur af þeim mörkum en Fylkismenn gáfust þó ekki upp og var spenna í viðureigninni alveg þar til flautað var til leiksloka.
Þórður Gunnar Hafþórsson skoraði þriðja mark Fylkis á 92. mínútu til að laga stöðuna í 4-3 en lengra komust heimamenn ekki og KR sigur staðreynd í markaleik.
Valur 2 – 0 ÍA
1-0 Patrick Pedersen(’37)
2-0 Gylfi Þór Sigurðsson(’58)
Fylkir 3 – 4 KR
0-1 Theodór Elmar Bjarnason(’23)
1-1 Benedikt Daríus Garðarsson(’43)
1-2 Luke Rae(’71)
1-3 Atli Sigurjónsson(’73)
1-4 Aron Kristófer Lárusson(’80)
2-4 Halldór Jón Sigurður Þórðarson(’81)
3-4 Þórður Gunnar Hafþórsson(’92)