fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Besta deildin: Gylfi skoraði í sigri Vals – Svakaleg markaveisla í Árbænum er KR mætti í heimsókn

Victor Pálsson
Sunnudaginn 7. apríl 2024 21:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur byrjar Íslandsmótið í knattspyrnu vel en liðið mætti ÍA á heimavelli sínum á Hlíðarenda í kvöld.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Vals en hann skoraði annað mark liðsins í 2-0 sigri á Skagamönnum.

Patrick Pedersen skoraði fyrra markið og er nú búinn að skora 100 mörk í efstu deild á Íslandi.

KR vann á sama tíma lið Fylkis í mjög fjörugum leik þar sem sjö mörk voru skoruð í Árbænum.

KR skoraði fjögur af þeim mörkum en Fylkismenn gáfust þó ekki upp og var spenna í viðureigninni alveg þar til flautað var til leiksloka.

Þórður Gunnar Hafþórsson skoraði þriðja mark Fylkis á 92. mínútu til að laga stöðuna í 4-3 en lengra komust heimamenn ekki og KR sigur staðreynd í markaleik.

Valur 2 – 0 ÍA
1-0 Patrick Pedersen(’37)
2-0 Gylfi Þór Sigurðsson(’58)

Fylkir 3 – 4 KR
0-1 Theodór Elmar Bjarnason(’23)
1-1 Benedikt Daríus Garðarsson(’43)
1-2 Luke Rae(’71)
1-3 Atli Sigurjónsson(’73)
1-4 Aron Kristófer Lárusson(’80)
2-4 Halldór Jón Sigurður Þórðarson(’81)
3-4 Þórður Gunnar Hafþórsson(’92)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“
433Sport
Í gær

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir
433Sport
Í gær

Sjáðu hvernig Arteta kom sjónvarpskonunni vinsælu á óvart í gær

Sjáðu hvernig Arteta kom sjónvarpskonunni vinsælu á óvart í gær
433Sport
Í gær

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á þessum öfluga framherja

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á þessum öfluga framherja