Chelsea tókst ekki að næla í sinn annan deildarsigur í röð í kvöld er liðið mætti Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni.
Allt stefndi í raun í sigur Chelsea í þessum leik sem var með forystu er 92 mínútur voru komnar á klukkuna.
Slæmur varnarleikur gestaliðsins varð þeim þó að falli og jafnaði Ollie McBurnie fyrir Sheffield í uppbótartíma.
Á sama tíma áttust við Tottenham og Nottingham Forest þar sem heimaliðið vann 3-1 sigur.
Sheffield United 2 – 2 Chelsea
0-1 Thiago Silva(’11 )
1-1 Jayden Bogle(’32)
1-2 Noni Madueke(’66)
2-2 Ollie McBurnie(’90)
Tottenham 3 – 1 Nott. Forest
1-0 Murillo(’15, sjálfsmark)
1-1 Chris Wood(’27)
2-1 Micky van de Ven(’53)
3-1 Pedro Porro(’31)