Liverpool missteig sig í titilbaráttunni á Englandi í kvöld er liðið mætti Manchester United á Old Trafford.
Ljóst er að Arsenal endar helgina á toppi deildarinnar en liðið er með 71 stig líkt og Liverpool en með betri markatölu.
Liverpool komst yfir gegn United í Manchester í dag en heimaliðið skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og sneri leiknum sér í vil.
Mohamed Salah sá um að tryggja Liverpool dýrmætt stig með marki úr vítaspyrnu á 84. mínútu.
Hér má sjá einkunnir leiksins.
Man Utd: Onana (7), Dalot (7), Kambwala (7), Maguire (7), Wan-Bissaka (6), Mainoo (8), Casemiro (5), Rashford (5), Fernandes (7), Garnacho (6), Hojlund (5).
Varamenn: Antony (6), Amrabat (6), Mount (6).
Liverpool: Kelleher (6), Robertson (6), Van Dijk (7), Quansah (5), Bradley (6), Mac Allister (7), Endo (6), Szoboszlai (7), Diaz (7), Nunez (6), Salah (6).
Varamenn: Gomez (6), Jones (6), Gakpo (6), Elliott (7).